Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 13:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks Vísir/ArnarHalldórs Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira