Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar þurfi að finna leið til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er með veiruna þrammandi um í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent