Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 14:57 Landspítalinn Fossvogi. Vísir/Egill Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkrahúslækna sem Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að núverandi hættustig á Landspítalanum sé ekki eingöngu tilkomið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, heldur endurspegli það viðvarandi skort síðustu ára. Lágmarksmönnun og hundrað prósent hámarksnýting legurýma hafi fengið að viðgangast allt of lengi þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir lækna. „Nú er svo komið að heildarfjöldi legurýma og gjörgæsluplássa á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sú staðreynd er íslenskum yfirvöldum til skammar.“ Mikilvægt að ná niður nýtingu legurýma Í yfirlýsingunni segir ennfremur að þörf sé á hugarfarsbreytingu og nýjum áherslum við stjórnun og mönnun Landspítalans. Finna þurfi varanlega lausn á krónískum skorti legurýma. Forgangsatriði ætti að vera að ná nýtingu þeirra niður fyrir 90 prósent með öllum tiltækum ráðum í samræmi við alþjóðleg viðmið. „Tryggja þarf svigrúm Landspítalans til að takast á við álagstoppa í innlögnum og þjónustu við alvarlega veika sjúklinga óháð sumarfríum starfsmanna. Mikilvægt er að gæta þess í lengstu lög að heilbrigðisstarfsmenn sem staðið hafa vaktina síðustu mánuði í baráttunni við COVID-19 faraldurinn fái óskert sumarfrí,“ segir í yfirlýsingunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00 „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21 Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkrahúslækna sem Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að núverandi hættustig á Landspítalanum sé ekki eingöngu tilkomið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, heldur endurspegli það viðvarandi skort síðustu ára. Lágmarksmönnun og hundrað prósent hámarksnýting legurýma hafi fengið að viðgangast allt of lengi þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir lækna. „Nú er svo komið að heildarfjöldi legurýma og gjörgæsluplássa á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sú staðreynd er íslenskum yfirvöldum til skammar.“ Mikilvægt að ná niður nýtingu legurýma Í yfirlýsingunni segir ennfremur að þörf sé á hugarfarsbreytingu og nýjum áherslum við stjórnun og mönnun Landspítalans. Finna þurfi varanlega lausn á krónískum skorti legurýma. Forgangsatriði ætti að vera að ná nýtingu þeirra niður fyrir 90 prósent með öllum tiltækum ráðum í samræmi við alþjóðleg viðmið. „Tryggja þarf svigrúm Landspítalans til að takast á við álagstoppa í innlögnum og þjónustu við alvarlega veika sjúklinga óháð sumarfríum starfsmanna. Mikilvægt er að gæta þess í lengstu lög að heilbrigðisstarfsmenn sem staðið hafa vaktina síðustu mánuði í baráttunni við COVID-19 faraldurinn fái óskert sumarfrí,“ segir í yfirlýsingunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00 „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21 Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48
Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21
Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34