Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 5. ágúst 2021 17:32 Þyrlan TF-EIR er nú í viðgerð. Vísir/Jóhann Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Sjá meira
Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Sjá meira