Innlent

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Formaður Blaðamannafélagsins skorar á Landspítalann að draga fyrirmælin til baka.
Formaður Blaðamannafélagsins skorar á Landspítalann að draga fyrirmælin til baka. Press.is

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Í samtali við Fréttablaðið segir Sigríður það ekki standast skoðun að það að beina samskiptum í gegnum miðlæga stýringu, líkt og fyrirmæli samskiptastjórans kveða á um, muni auka upplýsingaflæði til fjölmiðla.

Þvert á móti.

Fyrirmælin séu algjörlega úr takti við þá stefnu sem heilbrigðisstarfsfólk og sóttvarnayfirvöld hafi unnið eftir; það er að vinna með fjölmiðlum í miðlun upplýsinga í kórónuveirufaraldrinum.

„Þetta snýst alltaf um það að miðla upp­lýsingum og hvernig er hægt að gera það með sem bestum hætti. Því fyrr sem upp­lýsinga­full­trúar skilja það því betra.“

Sigríður segir við Fréttablaðið að um sé að ræða enn eitt dæmið þar sem almannatenglar misskilja hlutverk sitt. „Það er sorg­legt að sjá að maður í jafn mikil­vægri stöðu á þessum tíma skilji ekki sam­band fjöl­miðla og heil­brigðis­starfs­fólks með betri hætti en þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×