Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:22 Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti ákvörðunar Apple. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira