Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 13:44 Lík hvítrússneska aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs fannst í almenningsgarði í Kænugarði á þriðjudag. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. EPA-EFE/STEPAN FRANKO Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02