Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 23:47 Loftslag á Íslandi stýrist meðal annars af Golfstraumnum sem flytur hlýjan sjó sunnan úr hafi norður á bóginn. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira