„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2021 18:42 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26