Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Donny stefnir á að brosa meira á komandi leiktíð. EPA-EFE/Laurence Griffiths Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira