Jón Axel hafði ekki fengið að spila í fyrsta leiknum en fékk nú að spila fimmtán mínútur.
Slæmur annar leikhluti fór illa með Suns liðið sem tapaði hönum 25-16 og leiknum síðan með sex stigum, 63-57.
Final vs Jazz
— Phoenix Suns (@Suns) August 10, 2021
Ty-Shon Alexander: 16 PTS, 2 REBS
Jalen Smith: 12 PTS, 15 REBS, 3 STLS
Justin Simon: 10 PTS, 5 REBS, 2 STLS, 2 BLKS pic.twitter.com/HcxqgINL6p
Það er óhætt að segja að slæm hittni og slakur sóknarleikur hafi farið með Phoenix liðið því leikmenn þess hittu aðeins úr 24 prósent skota sinna í nótt.
Skotin duttu ekki hjá Jóni Axel sem klikkaði á öllum fimm skotum sínum í leiknum þar af voru þrjú þriggja stiga skot.
Jón skoraði eina stigið sitt af vítalinunni þar sem hann setti annað skotið niður. Hann var einnig með tvö fráköst og tvær stoðsendingar en bæði fráköst hans komu í sókn.
Finesse & Fight!
— Phoenix Suns (@Suns) August 10, 2021
Ty-Shon led the way in scoring tonight while Stix racked up the hustle stats, as both young Suns continue to impress in Vegas. pic.twitter.com/NQWxB8Fxb1
Það gekk ekki vel hjá Suns þegar Jón var inn á en liðið tapaði þeim fimmtán mínútum með þrettán stigum.
Phoenix Suns er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í Sumardeildinni en næsti leikur er á móti Denver Nuggets á fimmtudaginn. Jón Axel fá því tvo daga til að stilla miðið fyrir framhaldið.