Vald Sjálfstæðisflokksins byggi á þjónkun annarra flokka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:32 Sjálfstæðisflokksfólk er „sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings en sækja sterka stöðu sína til „þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið“. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira