Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:17 Ecclestone vandar Sverri ekki kveðjurnar. Getty/Peter Macdiarmid Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“ Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“
Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30