Nóvember nálgast Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. ágúst 2021 09:01 Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun