Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira