Missti af mikilvægum botnslag því hann var í brúðkaupi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 16:46 Guðmundur Steinn í leik gegn Fylki á síðustu leiktíð. Hann er í dag leikmaður Fylkis. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hvergi sjáanlegur er Fylkir heimsótti Keflavík í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild karla. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í fjarveru sóknarmannsins og sagði það vera „vegna persónulegra ástæðna.“ Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira