„Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Arna Sigríður fer á sína fyrstu leika sem hefjast í Tókýó síðar í mánuðinum. Arna Sigríður Albertsdóttir er á meðal þeirra íslensku íþróttamanna sem halda til Tókýó að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Hún mun keppa í handahjólreiðum á leikunum. Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan. Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan.
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira