Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2021 20:20 Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttu. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur. Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur.
Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira