Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 23:31 Úr fyrri leik liðanna í síðustu viku. Vísir/Hafliði Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2. Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira