BBC greinir frá því að ofbeldi hafa aukist í norðurhluta landsins með sókn stríðsmanna Talibana, sem höfðu náð níu af 34 héraðshöfuborgum landsins á sitt vald í gær.
Þá var það mat háttsettra embættismanna innan Bandaríkjahers að þeir gætu náð höfuðborginni á sitt vald innan þriggja mánaða.
Fólk sem náð hefur að flýja til Kabúl getur ekki reiknað með neinu sældarlífi þar og bíður oftast ekkert annað en að lifa á götunni. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í yfirgefnum vöruskemmum og á í erfiðleikum með að afla sér nauðsynja eins og matar og lyfja.
Þúsundir manna hafa einnig sett upp búðir á berangri í útjaðri Kabul og segjast heldur vilja mæta harðræði þar en vera myrt af Talibönum, sem einnig hafa eyðilagt heimili margra þeirra sem flúið hafa til Kabúl.