Rétt fyrir miðnætti var ökumaður bifreiðar stöðvaður í miðborginni. Hann reyndist vera 17 ára stúlka, sem er grunuð um ölvunarakstur. Haft var samband við forráðamann og tilkynning send barnavernd.
Um klukkan 22 var annar ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi en hann reyndist á 118 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Sá er einnig grunaður um akstur undir áhrifum.