Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Reitir hyggjast byggja 440 íbúðir á Orkureitnum en segja áformað deiliskipulag munu hafa neikvæð áhrif.
„Ef úrræðið er ætlað heimilislausum með geðraskanir, áfengis- eða fíknivanda eða vandmál af öðrum toga sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfið, meðal annars með tilliti til nálægðar við leik- og grunnskóla, íþróttamannvirki og almenn útisvæði þar sem mikil umferð barna er, er ljóst að það hentar illa á þessari staðsetningu,“ segir Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, í erindi til borgarinnar.
Þá segir hann fyrirtækið áskilja sér rétt til að endurskoða áform sín eða krefjast bóta eða afsláttar.