Einn helsti sérfræðingur Rússlands í þróun hljóðfrárra loftfara handtekinn fyrir landráð Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Heimsveldin hafa mikinn áhuga á þróun hljóðfrárra eldflauga og flugvéla um þessar mundir. EPA/ALEXEI DRUZHININ/SPUTNIK Yfirvöld í Rússlandi handtóku í gær einn helsta sérfræðing landsins í þróun hljóðfrárra loftfara. Hann var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi framið landráð. Hinn 73 ára gamli Alexander Kuranov stýrði Hypersonic Systems Research Facility í St. Pétursborg en var handtekinn í Moskvu í gær. Í frétt Guardian segir að Kuranov sé grunaður um að hafa afhent erlendum manni leynileg gögn. Kuranov er sagður vera sérfræðingur í þróun hljóðfrárra flugvéla og hefur unnið að þeirri þróun frá tímum Sovétríkjanna. Sjá einnig: Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Það að vera hljóðfrá þýðir að flugför geti flogið á mörgföldum hljóðhraða. Rússar hafa staðið framarlega í þróun hljóðfrárra eldflauga en nokkrir vísinda- og fræði menn í þeim geira hafa verið ákærðir fyrir landráð á undanförnum árum. Sjá einnig: Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Í frétt Moscow Times er vitnað í nokkrar fréttaveitur rússneska ríkisins varðandi það að Kuranov sé grunaður um að hafa útvegað erlendum aðila ríkisleyndarmál og sömuleiðis sé hann sagður hafa fundað með og unnið með fleiri erlendum aðilum. Ein fréttaveitan segir Bandaríkin og Kína hafa sýnt sérlega mikinn áhuga á störfum Kuranov og tækninni sem hann vann að. Verði Kuranov fundinn sekur um landráð gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Rússland Hernaður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Hinn 73 ára gamli Alexander Kuranov stýrði Hypersonic Systems Research Facility í St. Pétursborg en var handtekinn í Moskvu í gær. Í frétt Guardian segir að Kuranov sé grunaður um að hafa afhent erlendum manni leynileg gögn. Kuranov er sagður vera sérfræðingur í þróun hljóðfrárra flugvéla og hefur unnið að þeirri þróun frá tímum Sovétríkjanna. Sjá einnig: Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Það að vera hljóðfrá þýðir að flugför geti flogið á mörgföldum hljóðhraða. Rússar hafa staðið framarlega í þróun hljóðfrárra eldflauga en nokkrir vísinda- og fræði menn í þeim geira hafa verið ákærðir fyrir landráð á undanförnum árum. Sjá einnig: Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Í frétt Moscow Times er vitnað í nokkrar fréttaveitur rússneska ríkisins varðandi það að Kuranov sé grunaður um að hafa útvegað erlendum aðila ríkisleyndarmál og sömuleiðis sé hann sagður hafa fundað með og unnið með fleiri erlendum aðilum. Ein fréttaveitan segir Bandaríkin og Kína hafa sýnt sérlega mikinn áhuga á störfum Kuranov og tækninni sem hann vann að. Verði Kuranov fundinn sekur um landráð gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi.
Rússland Hernaður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira