Nú rétt í þessu greindi David Ornstein hjá The Athletic frá því að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sem og Alexandre Lacazette væru veikir og yrðu því ekki með Arsenal í kvöld. Um er að ræða tvo af reynslumeiri leikmönnum Arsenal-liðsins.
Það er ljóst að þetta er mikið högg fyrir Mikel Arteta, þjálfara liðsins, sem og Arsenal stuðningsfólk sem var að vonast eftir því að byrja tímabilið af krafti.
Hvað nákvæmlega er að hrjá framherjana tvo kemur ekki fram í frétt The Athletic en ljóst er að hvorugur verður með í kvöld.
Arsenal captain Pierre-Emerick Aubameyang + fellow striker Alexandre Lacazette are both unwell & therefore will not be available for their side s opening game of the new Premier League season at Brentford tonight @TheAthleticUK #AFC #BrentfordFC #BREARS https://t.co/RFFL2fWNPH
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 13, 2021