Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 15:15 Ýmsar tilgátur eru uppi um furðulegheit næturinnar. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu, hefur átt óvenjulegan vinnudag. Samsett Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. „Við erum búin að skemmta okkur vel yfir þessu,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk Hopp hefur fengið veður af því að minnst tveir fiskar hafi fundist á rafskútum fyrirtækisins í gær og morgun en ekki séð neina þeirra með berum augum. Sæunn telur líklegt að notendur hafi tekið það á sig losa sig við fiskana en af myndum að dæma er um að ræða smágerða þorska. Hún bætir við að margar spurningar hafi eðlilega kviknað hjá starfsmönnum Hopp sem kannast ekki við að fiskar hafi áður reynt að nýta sér rafskútur fyrirtækisins. Veit ekki hvernig ég á að taka þessu pic.twitter.com/0FXV2myVTC— Eyþór Máni (@eythormani) August 13, 2021 „Það er búið að spinnast mikið af skemmtilegum sögum hjá starfsfólkinu út af þessu og vangaveltur um það hvort þetta sé gjöf, hvort þeir hafi verið að dorga og hvar þá og hvort þetta sé vinahópur,“ segir Sæunn létt í bragði. „Þetta er bara skemmtilegt en leiðinlegt að geta ekki nýtt fiskinn og borðað hann. Hann er betur geymdur í kæli.“ Fiskabylting á föstudeginum þrettánda Ingibjörg Þórðardóttir var á leið heim úr miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni þegar hún sá fisk á þurru hjóli. „Það var fiskur á hverju einasta hjóli sem við komum að þannig við ákváðum bara að sleppa því að taka Hopp og labba heim,“ segir Ingibjörg. Þær hafi séð fiska á sex rafskútum við Sæbraut og Klambratún. Á einni þeirra mátti finna hvítan plastpoka sem Ingibjörg telur að hafi verið notaður undir fiskana. „Ég fatta ekki alveg hvað gekk í gegnum hausinn á fólkinu sem gerði þetta,“ bætir hún við á milli hlátraskalla. Sumir þorskarnir voru minni en aðrir og hugsanlegt að þeir hafi verið veiddir í höfninni. Ingibjörg Þórðardóttir Ingibjörg bendir á að þegar hér var komið við sögu var runnin upp föstudagurinn þrettándi en samkvæmt hjátrúnni eru slæmir atburðir líklegri til að gerast þegar þrettánda dag mánaðar ber upp á föstudegi. „Ég held að þetta sé einhver fiskabylting,“ bætir hún við. Það vakti athygli Ingibjargar að þar sem finna mátti rafskútu frá erlenda samkeppnisaðilanum Wind við hliðina á Hopp-hjólum, urðu hin íslensku einungis fyrir barðinu á hryggdýrunum. Því sé ekki hægt að útiloka að um sé að ræða rætna herferð á vegum samkeppnisaðilans eða stuðningsmanna hans. „Það þykir mér ótrúlega ólíklegt en þá þurfum við bara að hefna okkar,“ segir Sæunn, framkvæmdastjóri Hopp, hlæjandi þegar þessi tilgáta er borin undir hana. „Þá er bara spurning hvað við gerum á móti, það er spurning hvort við séum komin í stríð við Wind.“ Fiski minn pic.twitter.com/FQvGQlXiC1— ingirbjörg (@indibonda) August 12, 2021 Hopp býður fría ferð Sæunn vonar að huldumaðurinn eða hópurinn stígi fram og gangist við verknaðinum. „Við viljum bara hitta hann í persónu hér [í höfuðstöðvum Hopp] í Skipholti. Við höldum ekki að það sé neikvætt að fólk sé að henda í okkur fisk, okkur finnst þetta bara skemmtilegt og langar að gefa þeim frítt Hopp.“ Engin gremja sé meðal starfsfólks sem hafi þurft að þrífa hjólin í morgun. „Neinei, við smúlum þau bara. Við þrífum þau alltaf vel og sótthreinsum þegar þau koma inn til okkar. Það er kannski bara leiðinlegt fyrir okkar notendur.“ Dýr Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Við erum búin að skemmta okkur vel yfir þessu,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk Hopp hefur fengið veður af því að minnst tveir fiskar hafi fundist á rafskútum fyrirtækisins í gær og morgun en ekki séð neina þeirra með berum augum. Sæunn telur líklegt að notendur hafi tekið það á sig losa sig við fiskana en af myndum að dæma er um að ræða smágerða þorska. Hún bætir við að margar spurningar hafi eðlilega kviknað hjá starfsmönnum Hopp sem kannast ekki við að fiskar hafi áður reynt að nýta sér rafskútur fyrirtækisins. Veit ekki hvernig ég á að taka þessu pic.twitter.com/0FXV2myVTC— Eyþór Máni (@eythormani) August 13, 2021 „Það er búið að spinnast mikið af skemmtilegum sögum hjá starfsfólkinu út af þessu og vangaveltur um það hvort þetta sé gjöf, hvort þeir hafi verið að dorga og hvar þá og hvort þetta sé vinahópur,“ segir Sæunn létt í bragði. „Þetta er bara skemmtilegt en leiðinlegt að geta ekki nýtt fiskinn og borðað hann. Hann er betur geymdur í kæli.“ Fiskabylting á föstudeginum þrettánda Ingibjörg Þórðardóttir var á leið heim úr miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni þegar hún sá fisk á þurru hjóli. „Það var fiskur á hverju einasta hjóli sem við komum að þannig við ákváðum bara að sleppa því að taka Hopp og labba heim,“ segir Ingibjörg. Þær hafi séð fiska á sex rafskútum við Sæbraut og Klambratún. Á einni þeirra mátti finna hvítan plastpoka sem Ingibjörg telur að hafi verið notaður undir fiskana. „Ég fatta ekki alveg hvað gekk í gegnum hausinn á fólkinu sem gerði þetta,“ bætir hún við á milli hlátraskalla. Sumir þorskarnir voru minni en aðrir og hugsanlegt að þeir hafi verið veiddir í höfninni. Ingibjörg Þórðardóttir Ingibjörg bendir á að þegar hér var komið við sögu var runnin upp föstudagurinn þrettándi en samkvæmt hjátrúnni eru slæmir atburðir líklegri til að gerast þegar þrettánda dag mánaðar ber upp á föstudegi. „Ég held að þetta sé einhver fiskabylting,“ bætir hún við. Það vakti athygli Ingibjargar að þar sem finna mátti rafskútu frá erlenda samkeppnisaðilanum Wind við hliðina á Hopp-hjólum, urðu hin íslensku einungis fyrir barðinu á hryggdýrunum. Því sé ekki hægt að útiloka að um sé að ræða rætna herferð á vegum samkeppnisaðilans eða stuðningsmanna hans. „Það þykir mér ótrúlega ólíklegt en þá þurfum við bara að hefna okkar,“ segir Sæunn, framkvæmdastjóri Hopp, hlæjandi þegar þessi tilgáta er borin undir hana. „Þá er bara spurning hvað við gerum á móti, það er spurning hvort við séum komin í stríð við Wind.“ Fiski minn pic.twitter.com/FQvGQlXiC1— ingirbjörg (@indibonda) August 12, 2021 Hopp býður fría ferð Sæunn vonar að huldumaðurinn eða hópurinn stígi fram og gangist við verknaðinum. „Við viljum bara hitta hann í persónu hér [í höfuðstöðvum Hopp] í Skipholti. Við höldum ekki að það sé neikvætt að fólk sé að henda í okkur fisk, okkur finnst þetta bara skemmtilegt og langar að gefa þeim frítt Hopp.“ Engin gremja sé meðal starfsfólks sem hafi þurft að þrífa hjólin í morgun. „Neinei, við smúlum þau bara. Við þrífum þau alltaf vel og sótthreinsum þegar þau koma inn til okkar. Það er kannski bara leiðinlegt fyrir okkar notendur.“
Dýr Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira