Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Árni Sæberg skrifar 14. ágúst 2021 23:54 Vígamenn Talíbana skömmu eftir að þeir tóku yfir borgina Herat í nágrenni Kabúl á dögunum. (AP Photo/Hamed Sarfarazi) Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. Afgönsk stjórnvöld höfðu lofað að verja borgina með kjafti og klóm. Tveir fyrrverandi stríðsherrar höfðu ljáð stjórnvöldum lið í baráttu þeirra við Talíbanana. Annar þeirra segir að stjórnarherinn hafi gefist upp fyrstur þegar Talíbanar gerðu stórsókn á borgina. Talíbanar fara nú með öll völd í 24 af 34 héraðshöfuðborgum Afganistan. Stjórnin heldur enn Kabúl og nokkrum héruðum í mið- og austurhluta landsins. Rýming Kabúl er hafin Flest erlend stjórnvöld reyna nú eftir fremsta megni að koma ríkisborgurum sínum, sem búa í Afganista, frá landinu. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, sagði til að mynda í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að verið væri að forða öllum erlendum starfsmönnum skólans frá Kabúl. Sjálfur sé hann á Spáni og hyggist ekki snúa aftur til Afganistan meðan Talíbanar ráða ríkjum. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sent fimm þúsund manna herlið til Kabúl til að aðstoða bandaríska starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Kabúl við að forða sér. The Guardian greinir frá þessu. Mikil ótti ríkir í Afganistan og hafa margir almennir borgarar reynt að flýja landið. Stjórnvöld í Kanada tilkynntu í gær að þau myndu taka við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Afgönsk stjórnvöld höfðu lofað að verja borgina með kjafti og klóm. Tveir fyrrverandi stríðsherrar höfðu ljáð stjórnvöldum lið í baráttu þeirra við Talíbanana. Annar þeirra segir að stjórnarherinn hafi gefist upp fyrstur þegar Talíbanar gerðu stórsókn á borgina. Talíbanar fara nú með öll völd í 24 af 34 héraðshöfuðborgum Afganistan. Stjórnin heldur enn Kabúl og nokkrum héruðum í mið- og austurhluta landsins. Rýming Kabúl er hafin Flest erlend stjórnvöld reyna nú eftir fremsta megni að koma ríkisborgurum sínum, sem búa í Afganista, frá landinu. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, sagði til að mynda í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að verið væri að forða öllum erlendum starfsmönnum skólans frá Kabúl. Sjálfur sé hann á Spáni og hyggist ekki snúa aftur til Afganistan meðan Talíbanar ráða ríkjum. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sent fimm þúsund manna herlið til Kabúl til að aðstoða bandaríska starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Kabúl við að forða sér. The Guardian greinir frá þessu. Mikil ótti ríkir í Afganistan og hafa margir almennir borgarar reynt að flýja landið. Stjórnvöld í Kanada tilkynntu í gær að þau myndu taka við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. 14. ágúst 2021 19:27