Fátækleg hugmyndafræði Halldóra Mogensen skrifar 15. ágúst 2021 17:31 Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun