Greint er frá þessu á vef Bæjarins besta í dag. Grunur var um smit hjá einum leikmanni á föstudag og var hann því utan hóps er liðið mætti Fram á laugardag. Allt liðið var sent í skimun og greindust þrjú sýnanna jákvæð.
Þeir þrír sem greindust eru því komnir í einangrun en aðrir í hópnum komnir í sóttkví.
Vegna þessa hefur fyrirhuguðum leik liðsins við Aftureldingu á fimmtudag verið frestað en næsti leikur liðsins þar á eftir er við Víkings frá Ólafsvík þriðjudaginn 24. ágúst. Óvíst er hvort þeim leik verði einnig frestað.