Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 10:18 Malala Yousafzai var aðeins fimmtán ára gömul þegar talibanar skutu hana fyrir að berjast fyrir réttindum stúlkna til náms í Pakistan. Vísir/EPA Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug. Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53
Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31