Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 11:08 Seinna tilfellið greindist við skimun vistmanna og starfsmanna. Vernd Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39