Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Í hádegisfréttum greinum við frá því að um helmingi fleiri greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en í fyrradag.

Nokkuð jöfn skipting var milli þeirra sem greindust í sóttkví og þeirra sem voru utan sóttkvíar þótt heldur fleiri hafi verið í síðarnefnda hópnum. Þrjátíu liggja nú veikir af covid 19 á spítala þar af sex á gjörgæsludeild.

Við heyrum í fulltrúa í hverfisráði Grímseyjar þar sem fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður í gær. Þá hefur verið dræm mæting annan daginn í röð í örvunarbólusetningu þeirra sem voru bólusettir með Jansen bóluefninu fyrr á árinu en eldri borgarar fá einnig örvunarskammt í dag.

Talibanar reyna að draga upp hógværari mynd af stefnu sinni eftir að þeir náðu Kabúl höfuðborg Afganistans á sitt vald. Þeir hvetja nú konur til að taka þátt í nýrri ríkisstjórn og heita opinberum starfsmönnum griða og skora á þá að mæta aftur til vinnu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×