Telja skjálftana tengjast niðurdælingu jarðhitavatns Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 11:15 Stærsti skjálftinn í gærkvöldi mældist 3,1 að stærð. Vísir/Vilhelm Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun. Frá þessu segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar, en skjálfti 3,1 að stærð mældist skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, en allir voru þeir undir tveimur að stærð. Í tilkynningunni segir að jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hafi síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur eftir að orkan í því hafi verið nýtt í virkjuninni til vinnslu á rafmagni og heitu vatni fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. „Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkni. Skjálftarnir hafa engin áhrif haft á rekstur virkjunarinnar. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér um 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Dæmi eru um að þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hafi það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir hófust í gærkvöldi. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur og fylgjast því grannt með framvindunni,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun. 16. ágúst 2021 23:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar, en skjálfti 3,1 að stærð mældist skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, en allir voru þeir undir tveimur að stærð. Í tilkynningunni segir að jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hafi síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur eftir að orkan í því hafi verið nýtt í virkjuninni til vinnslu á rafmagni og heitu vatni fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. „Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkni. Skjálftarnir hafa engin áhrif haft á rekstur virkjunarinnar. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér um 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Dæmi eru um að þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hafi það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir hófust í gærkvöldi. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur og fylgjast því grannt með framvindunni,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun. 16. ágúst 2021 23:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun. 16. ágúst 2021 23:27