Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 16:30 Úr leik FH og Leiknis Reykjavíkur í umferðinni. Vísir/Hulda Margrét 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira