Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. egill aðalsteins Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira