Örsaga úr Bónus Hildur Inga Magnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun