Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 15:50 Þróttarar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42