Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:09 Alþjóðaheilbrigðismálastofnun fordæmir þjóðir sem byrjað hafa á eða stefna á að gefa örvunarskammt. Vísir/Vilhelm Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00
Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43