Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 11:01 Emma Grace Theodórsson talaði ensku í viðtalinu. Skjámynd/karfan.is Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum. Körfubolti Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum.
Körfubolti Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira