Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:01 Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun