Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2021 10:31 Gwyn Williams (t.v.) og Graham Rix (t.h.) á úrslitaleik FA bikarsins árið 2000. Mark Leech/Getty Images The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira