Lovera er komin með 12 mörk í sumar, tveimur mörkum meira en Elín Metta Jensen úr Val og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki.
Hún skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í gær á fyrstu átta mínútunum en Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Magdalena Anna Reimus jók muninn í 3-1 rétt fyrir hálfleik.
Fylki tókst tvívegis að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Fyrst með marki Þórhildar Þórhallsdóttur en Brenna innsiglaði þrennuna sína á 62. mínútu af mikilli yfirvegun og kom Selfossi í 4-2.
Sara Dögg Ásþórsdóttir skoraði líkt og Eva Rut systir sín og minnkaði muninn í 4-3 á 87. mínútu en lengra komust Fylkiskonur ekki.