Lokunaraðgerðir hafa verið í gangi í borginni frá 26. júní en þá voru tíu dagar frá því Delta-afbrigði kórónuveirunnar kom upp í Nýja Suður-Wales en dreifing þess hefur verið hvað mest í Sydney.
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, sem Sydney tilheyrir, greindi frá framlengingu aðgerða í gær eftir að yfir sex hundruð manns höfðu greinst með veiruna fjórða daginn í röð.
Útgöngubann verður í þeim hverfum borgarinnar þar sem flestir hafa smitast frá kl. 21 á kvöldin til kl. 5 á morgnanna. Frá því hertar aðgerðir voru teknar upp í júni hafa 65 manns látist vegna Covid-19 í Nýja Suður-Wales.