Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Hazarar eru af mongólskum og miðasískum uppruna. Þeir eru um 9% afgönsku þjóðarinnar og hafa sætt ofsóknum af hálfu talibana í gegnum tíðina. Þeir eru flestir sjíamúslima en meirihluti Afgana eru sunníar. Vísir/EPA Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44