Mörg Evrópulönd óttast nú svipaðan flóttamannalanda og árið kom upp árið 2015 eftir að Talibanar náðu völdum í Afganistan í síðustu viku.
Múrinn við landamæri Grikklands og Tyrklands var um tólf kílómetra langur en hann hefur nú verið lengdur og nær nú yfir 40 kílómetra svæði.
„Við getum ekki beðið eftir mögulegri bylgju,“ sagði ráðherrann Michalis Chrisochoidis, samkvæmt frétt The Guardian. „Landamæri okkar munu standa traust og órjúfanleg.“
Gríska ríkisstjórnin sagði í síðustu viku að hún myndi ekki hleypa flóttamönnum inn í Evrópu í gegn um Grikkland og myndu meina þeim inngöngu í landið.