Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:50 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu sóttvarnamál í Sprengisandi. Vísir Rökstyðja þarf hvers vegna sóttvarnareglur hér á landi til langs tíma lúti ekki sömu reglum og sóttvarnir erlendis. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir skýrum svörum frá sóttvarnayfirvöldum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16
Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36