Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Blair fór ófögrum orðum um ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan. epa/Vickie Flores Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni. Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni.
Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira