Enrique Iglesias söng í brúðkaupi Róberts og Kseniu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 11:20 Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í það heilaga um helgina. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi brúðhjónanna. Myndin er úr þeirra einkasafni. Vinstra megin má sjá Bjarna Guðjónsson, nýráðinn framkvæmdastjóra KR, sem var meðal gesta í veislunni. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi á laugardag. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group
Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56