Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Vísir Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49