Rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum og staðan 1-0 Vendsyssel í vil þegar Fredericia slapp í gegn. Dómari leiksins flautaði hins vegar á brot sem hafði átt sér stað örskömmu áður frekar en að beita hagnaði þar sem það virtist sem sóknin væri runnin út í sandinn.
Er hann sá að leikmaður Fredericia var sloppinn í gegn féll hann á kné og grúfði andlitið í hendur sínar áður en hann stóð upp og baðst innilegrar afsökunar. Gestirnir jöfnuðu metin hins vegar skömmu síðar og 1-1 reyndust lokatölur leiksins.
Hvort það hefði skipt sköpum fyrir Fredericia að skora nokkrum mínútum fyrr er alls óvíst en dómarinn er eflaust enn svekktur að hafa ekki beitt hagnaði í atvikinu sem sjá má hér að neðan.
This is crazy ... referee doesn't play advantage and realizes very quickly that was a huge mistake pic.twitter.com/IN7FndMqmO
— Jordan Gardner (@mrjordangardner) August 22, 2021
Fredericia er í 2. sæti B-deildarinnar með 14 stig að loknum sex leikjum á meðan Vendsyssel er í 8. sæti með fjögur stig.