Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Skærgulir stafir Flokks fólksins skreyta nú glugga á bakhlið kjallara Grafarvogskirkju. vísir/vilhelm Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira